banner
   þri 14. nóvember 2017 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð endurkoma U21 í Eistlandi - Voru 2-0 undir
Mynd: Raggi Óla
Eistland U21 2 - 3 Ísland U21
1-0 Vlasiy Sinyavskiy ('45)
2-0 Michael Lilander ('51)
2-1 Albert Guðmundsson ('56)
2-2 Hans Viktor Guðmundsson ('74)
2-3 Óttar Magnús Karlsson ('80)

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri háði magnaða endurkomu í undankeppninni fyrir EM 2019 í dag. Íslensku strákarnir sóttu lið Eistlands heim í Tallinn.

Eistar komust 1-0 yfir undir lok fyrri hálfleiks og í upphafi seinni hálfleiks voru heimamenn komnir í 2-0. Staða Íslands ekki góð, en strákarnir gáfust ekki upp.

Albert Guðmundsson, fyrirliði, minnkaði muninn á 56. mínútu og á 74. mínútu jafnaði Hans Viktor Guðmundsson metin.

Óttar Magnús Karlsson hafði komið inn á í seinni hálfleiknum og
hann kom Íslandi í 3-2 þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Ísland náði að halda út og mögnuð endurkoma liðsins staðreynd.

Ísland hefur leikið fimm leiki í riðlinum og er í augnablikinu í þriðja sæti með sjö stig; Staðan er ekki alslæm.
Athugasemdir
banner
banner