Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 14. nóvember 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Giggs: Myndi ekki skipta Rashford fyrir Gabriel Jesus
Rashford í viðtali ásamt Paul Pogba.
Rashford í viðtali ásamt Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs væri ekki til í að senda Marcus Rashford í burtu frá Manchester United og fá í staðinn Gabriel Jesus, leikmann Manchester City. Þetta segir Giggs á Sky Sports.

„Þetta eru tveir leikmenn sem eiga spennandi framtíð," sagði Giggs um þá Rashford og Jesus.

Giggs, sem er fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Manchester United, hefur miklar mætur á Rashford og væri ekki til í að skipta honum fyrir neinn annan ungan leikmann.

„Þeir eru ólíkir, Jesus skorar fleiri mörk, en Marcus vill taka varnarmenn á og gera eitthvað, þess vegna er gaman að horfa á hann," segir Giggs einnig.

„Ég hef unnið með Marcus og ég hef séð hversu mikla hæfileika hann hefur. Hann er duglegur og staðráðinn í að gera betur og það er það sem gerir hann að mikilvægum leikmanni fyrir Man Utd."

„Ég myndi ekki skipta honum fyrir neinn annan ungan leikmann í augnablikinu," sagði Giggs að lokum.

Rashford og Gabriel Jesus byrjuðu báðir þegar England og Brasilía mættust í vináttulandsleik á Wembley í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner