Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 14. nóvember 2017 22:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aguero missti ekki meðvitund - Fær að fara heim
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta um framherjann Sergio Aguero í kvöld.

Víða var fjallað um það að hefði liðið yfir Aguero í hálfleik þegar Argentína og Nígería mættust í vináttulandsleik.

Aguero var fluttur á sjúkrahúsmeð hraði þar sem læknar tóku á móti honum. Á sjúkrahúsinu var hann skoðaður, en hann hefur nú fengið þær fréttir að hann megi fara aftur heim til Manchester.

„Sergio Aguero hefur fengið leyfi frá læknum að snúa aftur til Manchester," segir í yfirlýsingu Manchester City.

Í yfirlýsingunni segir einnig að Aguero hafi aldrei misst meðvitund.

„Sergio missti aldrei meðvitund, af varúðarráðstöðfunum var farið var með hann á sjúkrahús. Læknalið félagsins mun skoða hvort hann geti spilað gegn Leicester um helgina."
Athugasemdir
banner
banner
banner