Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. nóvember 2017 15:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Niasse sá fyrsti í sögunni sem fer í bann fyrir leikaraskap
Niasse gerðist sekur um leikaraskap.
Niasse gerðist sekur um leikaraskap.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Oumar Niasse, sem leikur með Everton, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir leikaraskap.

Hann gerðist sekur um leikaraskap í 2-2 jafnteflinu gegn botnliði Crystal Palace um liðna helgi. Oumar fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Leighton Baines skoraði úr spyrnunni.

Framherjinn henti sér auðveldlega til jarðar eftir baráttu við Scott Dann en Anthony Taylor dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu.

Nýjar reglur voru teknar upp fyrir þetta tímabil og nú er sérstök nefnd sem getur dæmt menn í leikbönn eftirá fyrir leikaraskap.

Niasse er fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er dæmdur í bann fyrir leikaraskap. Hann fær þann vafasama og hreint út sagt vond titil að vera sá leikmaður.

Everton reyndi að áfrýja dómnum, en hann stendur. Niasse mun missa af leikjum Everton gegn Southampton og West Ham.

Niasse skoraði í leiknum gegn Crystal Palace en markið sem hann skoraði kom eftir sendingu Gylfa Sigurðssonar.
Athugasemdir
banner
banner
banner