Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 06. desember 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Clattenburg var hræddur við Keane - Gaf horn
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Guðmundur Karl
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segist hafa verið hræddur við Roy Keane fyrirliða Manchester United þegar hann var að hefja störf í deildinni.

Clattenburg byrjaði að dæma í ensku úrvalsdeildinni árið 2004 og var smeykur þegar hann dæmdi hjá Keane.

„Ég brosi ennþá þegar ég hugsa til þess þegar ég mætti Roy Keane í fyrsta skipti," sagði Clattenburg.

„Hann öskraði á okkur og bað um horn. Ég var viss um að þetta væri markspyrna en af því að hann öskraði svona hátt á okkur þá dæmdi ég hornspyrnu. Ég var það hræddur við hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner