Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. desember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Adkins tekur við Hull (Staðfest)
Nigel Adkins.
Nigel Adkins.
Mynd: Getty Images
Nigel Adkins hefur verið ráðinn nýr stjóri Hull í Championship deildinni.

Adkins tekur við af hinum rússneska Leonid Slutsky sem var rekinn í vikunni.

Hull hefur einungis unnið fjóra leiki á tímabilinu en liðið er þremur stigum frá fallsvæðinu.

Hinn 52 ára gamli Adkins hefur áður stýrt Southampton og Reading en hann var síðast hjá Sheffield United þar sem hann var rekinn í fyrra.

Adkins kom Southampton upp í ensku úrvalsdeildina á sínum tíma.

Adkins var fótboltamaður á ferli sínum en hann starfaði sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe áður en hann hóf stjóraferil sinn þar árið 2006.
Athugasemdir
banner
banner
banner