Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fim 07. desember 2017 14:30
Elvar Geir Magnússon
Messi: Stundum er best að ég spili ekki
Messi er 30 ára gamall.
Messi er 30 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segist ánægður með hvernig þjálfarinn Ernesto Valverde dreifir álaginu.

Messi hefur verið hvíldur oftar að undanförnu en hann er vanur á ferli sínum. Hann var á bekknum í tveimur síðustu leikjum Börsunga í Meistaradeildinni, gegn Juventus og Sporting Lissabon.

„Ég hef lært að tímabilið er langt og það koma kaflar sem eru erfiðari en aðrir. Árin fljúga og nú finnur líkami minn fyrir öllum leikjunum," segir Messi.

„Ég geri mér grein fyrir því að stundum er best að spila ekki."

Messi var í viðtali við TyC Sports og þar var hann meðal annars spurður út í HM í Rússlandi og möguleika argentínska landsliðsins þar. Argentína er meðal annars með Íslandi í riðli.

„Það er klárt að við þurfum að bæta okkur ef við ætlum að verða heimsmeistarar. Það eru lið sem eru betri en við í dag; eins og Brasilía, Þýskaland, Frakkland og Spánn. En við erum ekki langt frá," segir Messi.
Athugasemdir
banner
banner
banner