Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. desember 2017 15:14
Magnús Már Einarsson
Myndbandsdómgæsla prófuð í enska bikarnum
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að myndbandsdómgæsla verður prófuð í völdum leikjum í enska bikarnum á þessu tímabili.

Myndbandsdómgæsla hefur verið tekin upp í ítölsku og þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem spænska úrvalsdeildin ætlar að taka myndbandsdómgæslu upp á næsta tímabili.

Myndbandsdómgæslan hefur ekki verið gallalaus í Ítalíu og Þýskalandi en oft hefur tekið langan tíma að fá úrskurð auk þess sem að dómarnir hafa stundum þótt vera rangir.

Enska knattspyrnusambandið ætlar að prófa myndbandsdómgæslu í völdum leikjum í bikarnum sem og í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Einn leikur í þriðju umferðinni varð fyrir valinu en það er leikur Brighton og Crystal Palace mánudagskvöldið 8. janúar.

Myndbandsdómgæsla er notuð þegar skera þarf úr um vafaatriði hvað varðar mörk, vítaspyrnur og rauð spjöld.
Athugasemdir
banner