Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. desember 2017 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Gattuso: Þurfum að spila betri fótbolta
Gattuso hefur ekki byrjað vel með Milan.
Gattuso hefur ekki byrjað vel með Milan.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso hefur ekki byrjað vel við stjórnvölinn hjá AC Milan eftir jafntefli gegn ótrúlega slöku liði Benevento um helgina.

Markvörður Benevento gerði jöfnunarmarkið með skutluskalla í uppbótartíma og tryggði þannig fyrsta stig liðsins í efstu deild.

Milan heimsótti króatíska félagið Rijeka í Evrópudeildinni í kvöld og tefldi Gattuso fram sterku varaliði, enda þeir röndóttu búnir að tryggja sér toppsæti D-riðils.

„Það er sárt að tapa þessum leik og við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis. Ég tek sökina á mig í dag, þetta er liðið sem ég valdi og það var ekki nógu sterkt," sagði Gattuso við Sky Sport Italia að leikslokum.

„Við þurfum að bæta okkur. Við eigum afar mikilvægan leik gegn Bologna á sunnudaginn og svo er bikarinn í næstu viku. Við þurfum að sigrast á vandamálunum sem við erum að glíma við. Við þurfum að spila betri fótbolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner