Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 07. desember 2017 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Gylfi ráðleggur fólki að kaupa sig
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið að komast á skrið með Everton undanfarnar vikur.

Tímabilið byrjaði skelfilega bæði fyrir hann og félagið og var Ronald Koeman rekinn úr stjórastólnum eftir aðeins fjóra mánuði í starfi.

Nú er Sam Allardyce tekinn við og Gylfi byrjaður að skora og leggja upp.

„Ég sagði vinum mínum að kaupa mig í fantasy fyrir nokkrum vikum og ég er búinn að skila þeim inn nokkrum stigum," sagði Gylfi, sem er lúxusleikmaður og kostar vænan skilding, við BBC.

„Ef þú treystir á mig get ég vonandi skilað inn stigum."




Athugasemdir
banner
banner
banner