Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 12. janúar 2018 20:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pochettino: Félagaskiptamarkaðurinn er erfiður
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino knattspyrnustjóri Tottenham hefur ekki keypt neinn leikmann í janúar en sem komið er og hann talar um að félagaskiptamarkaðurinn sé að reynast honum erfiður.

„Ef maður vill finna leikmann til að spila reglulega og hjálpa liðinu, þá er mjög erfitt að finna hann."

„Eins og í þessu tilfelli hjá Liverpool og Barcelona, þá er mikið af peningum og þú getur ekki stoppað leikmenn eins og (Philippe) Coutinho eða (Virgil) Van Dijk."

„Ef leikmaður á aðeins sex mánuði eftir af samning sínum þá getur það reynst auðveldara að fá leikmanninn og sem dæmi má nefna það sem er í gangi með Alexis Sanchez núna."

„Þetta er bara hluti af félagaskiptamarkaðnum, hann er alltaf erfiður," sagði Mauricio Pochettino að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner