lau 13. janúar 2018 17:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: KR lagði Leikni R. í fjörugum leik
Björgvn var á skotskónum.
Björgvn var á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik.
Leiknismenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR 3 - 2 Leiknir R.
1-0 Sjálfsmark ('12)
2-0 Atli Sigurjónsson ('15)
3-0 Björgvin Stefánsson ('45)
3-1 Tómas Óli Garðarsson ('63)
3-2 Sævar Atli Magnússon ('90)

Vesturbæjarstórveldið KR mætti Breiðholtspiltunum í Leikni í Reykjavíkurmótinu í dag. Leikurinn fór fram í Egilshöll.

KR-ingar byrjuðu mikið betur og leiddu 3-0 í hálfleik. KR komst yfir með sjálfsmarki og síðan skoruðu Atli Sigurjónsson og Björgvin Stefánsson, sem báðir spiluðu í Inkasso-deildinni í fyrra; Atli með Þór á Akureyri og Björgvin með Haukum í Hafnarfirði.

Leiknismenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleiknum. Tómas Óli Garðarsson minnkaði muninn með glæsilegu marki. Hann tók skotið langt utan af velli og skaut yfir Jakob Eggertsson í marki KR.

Hinn bráðefnilegi Sævar Atli Magnússon minnkaði svo muninn enn frekar fyrir Leiknismenn en lengra komust þeir ekki og lokatölur 3-2.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í Reykjavíkurmótinu þetta árið en með þeim í riðli eru Víkingur og Þróttur sem eigast nú við í Egilshöll.

Hér að neðan er hægt að skoða byrjunarliðin.

Byrjunarlið KR: 12. Jakob Eggertsson; 3. Ástbjörn Þórðarson, 5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson, 7. Skúli Jón Friðgeirsson, 8. Finnur Orri Margeirsson, 9. Björgvin Stefánsson, 10. Pálmi Rafn Pálmason, 17. Kennie Chopart, 21. Atli Sigurjónsson, 23. Kristinn Jónsson.

Byrjunarlið Leiknis R.: 22. Eyjólfur Tómasson; 2. Skúli E. Kristjánsson Sigurz, 4. Bjarki Aðalsteinsson, 5. Daði Bærings Halldórsson, 7. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, 8. Tómas Óli Garðarsson, 11. Brynjar Hlöðversson, 15. Kristján Páll Jónsson, 19. Ernir Freyr Guðnason, 21. Sævar Atli Magnússon, 23. Árni Elvar Árnason.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner