Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 13. janúar 2018 19:00
Ingólfur Stefánsson
Pep segir að Sterling muni höndla lætin á Anfield
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að Raheem Sterling sé orðinn nógu þroskaður til þess að höndla lætin á Anfield.

Fyrir tveimur árum var Sterling skipt útaf í hálfleik í sínum fyrsta leik gegn gamla liði sínu eftir að hafa orðið fyrir miklu áreiti frá stuðningsmönnum Liverpool. Hann átti einnig erfitt uppdráttar í leik liðanna á Anfield á síðasta tímabili.

Það gæti þó orðið breyting á þegar liðin mætast á morgun en Sterling er að upplifa besta form ferilsins í augnablikinu. Leikmaðurinn hefur átt mikinn þátt í frábæru gengu Manchester City á tímabilinu og skorað 18 mörk.

„Vanalega þegar leikmenn fá svona viðtökur er það vegna þess að þeir voru dáðir af stuðningsmönnunum. Ég skil það vel en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann snýr aftur. Hann er mun þroskaðari núna. Hann þarf að vera rólegur og spila þann leik sem hann þarf að spila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner