sun 14. janúar 2018 06:00
Fótbolti.net
Kjarnafæðismótið: Húsvíkingarnir í KA fóru illa með Völsung
Elfar Árni skoraði fernu gegn Magna í fyrsta leik KA á mótinu og er því kominn með sjö mörk eftir tvö leiki.
Elfar Árni skoraði fernu gegn Magna í fyrsta leik KA á mótinu og er því kominn með sjö mörk eftir tvö leiki.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Jónasson náði að skora.
Hallgrímur Jónasson náði að skora.
Mynd: KA
KA 8 – 1 Völsungur
1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson ('21)
1-1 Elvar Baldvinsson ('23)
2-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('45)
3-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('52)
4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('63)
5-1 Ólafur Aron Pétursson ('65)
6-1 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('70)
7-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('79)
8-1 Hallgrímur Jónasson ('90+2)

KA fór illa með Völsung frá Húsavík á Kjarnafæðismótinu fyrir norðan í gær. Hjá KA eru Húsvíkingar í stórum hlutverkum, þar á meðal Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði þrennu í leiknum. Húsvíkingarnir Ásgeir Sigurgeirsson og Hallgrímur jónasson komust einnig á blað gegn uppeldisfélagi sínu.

Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en strax á 2. mínútu kom fyrsta færi leiksins þegar varnarmenn Völsungs misstu boltann rétt fyrir utan sinn eigin vítateig þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson náðu góðu skoti að markinu en Halldór Árni Þorgrímsson markvörður Völsungs náði að verja boltann og afturfyrir.

Á 8. mínútu náði Völsungur að brjótast upp hægri kantinn og senda boltann fyrir á fjærstöng þar sem Elvar Baldvinsson átti gott skot á markið sem hafnaði stönginni og út í teig og Rúnar Þór Brynjarsson var fljótastur að átta sig og átti skot en beint á Srdan Rajkovic í marki KA.

Fyrsta mark leiksins kom eftir hornspyrnu KA á 21. mínútu. Völsungar áttu í erfiðleikum að koma boltanum í burtu og gekk hann manna á milli, og endaði hjá Elfari Árna sem var einn og óvaldaður í teignum og hann átti ekki í erfiðleikum að koma boltanum í netið, 1-0.

Leikmenn Völsungs voru þó ekki lengi að svara fyrir sig. Tveimur mínútum síðar áttu þeiraukaspyrnu við miðlínu, Guðmundur Óli Steingrímsson var snöggur að hugsa og sendi frábæra sendingu yfir vörn KA og þar hitti beint á Elvar Baldvinsson sem kláraði færið vel með því að setja boltann framhjá Rajkovic í markinu. Staðan því jöfn, 1-1. Skömmu seinna gerðu KA menn tilkall til vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd á eins varnamanns Völsungs en Bjarni dómari dæmdi ekkert, sagði að varnarmaðurinn hafi verið með höndina alveg upp við líkamann.

Næstu 15 mínútur voru svona barningur á milli beggja liða. Hálffæri litu dagsins ljós en ekkert markvert. En þegar 5 mínútur lifðu fyrri hálfleiksins hóf Bjarni Aðalsteinsson leikmaður KA að láta til sín taka þegar hann byrjaði á því að fá gult spjald á þeirri 41. fyrir það að stöðva vænlega sókn Völsungs. Svo stuttu síðar eða á 44. mínútu á hann frábært skot utan af velli sem hafnar í stönginni, Völsungur spyrna boltanum fram og Bjarni nær boltanum á miðjunni og stingur boltanum innfyrir vörnina á Steinþór Frey Þorsteinsson sem allt í einu var kominn einn á móti markmanni Völsungs og klárar færið mjög vel með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks, 2-1.

Seinni hálfleikur var varla byrjaður þegar KA komst í 3-1. Aðdragandinn að því marki var þannig að Völsungsmenn heimtuðu aukaspynru út við miðja hliðarlínu en dómari leiksins dæmdi ekkert og KA menn héldu bara áfram og sendu fyrir markið á Ásgeir sem á gott skot á markið. Halldór Árni Þorgrímsson í marki Völsungs ver vel en Elfar Árni fylgir vel á eftir og skallar boltann í tómt markið. Elfar Árni var svo aftur á ferðinni á 63. Mínútu þegar hann skoraði skallamark af stuttu færi.

Á 65. mínútu unnu KA menn boltann á vallarhelmingi Völsungs. Boltinn var sendur á Ólaf Aron Pétursson sem hlóð í skot og markvörður Völsungs kom engum vörnum við. Staðan orðin 5-1. Núna var bara spurning hversu stór KA sigurinn yrði því leikmenn Völsungs virtust vera hættir.

Þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum reyndu leikmenn Völsungs að spila boltanum sín á milli en misstu hann á sínum vallarhelmingi. Ólafur Aron sendi boltann innfyrir vörnina og eins og í fyrri hálfleik var Steinþór kominn einn á móti markmanni Völsungs og hann ekki vandræðum að koma boltanum framhjá honum, 6-1. Níu mínútum síðar átti Angantýr Máni Gautason frábæra stungusendingu innfyrir vörn Völsungs sem sendi Ásgeir Sigurgeirsson einan í gegn og hann kláraði færið vel og skoraði þar með 7. mark KA í leiknum.

Þegar tvær mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma átti Hrannar Björn Steingrímsson enn eina fyrirgjöfina frá hægri til vinstri beint á Ásgeir sem tók vel á móti boltanum og átti gott skot á markið sem Halldór náði að verja í horn. KA taka stutt horn, boltinn barst á Angantý sem átti misheppnað skot á markið, en boltinn fór í gegnum allan pakkann á fjærstöngina, þar sem Hallgrímur Jónasson var vel staðsettur og kom boltanum yfir marklínuna. Leiknum lauk því með mjög sannfærandi 8-1 sigri KA.

Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson KA

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner