Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 14. janúar 2018 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool bætist í kapphlaupið um Sanchez
Powerade
Sanchez kemur auðvitað við sögu í slúðurpakkanum.
Sanchez kemur auðvitað við sögu í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Liverpool er á eftir Gelson Martins.
Liverpool er á eftir Gelson Martins.
Mynd: Getty Images
Reina gæti komið aftur í enska boltann.
Reina gæti komið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Deulofeu er sagður á förum frá Barcelona.
Deulofeu er sagður á förum frá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Það er mikið slúðrað þessa daganna. Förum yfir allt það helsta á þessum sunnudagsmorgni.



Liverpool er tilbúið að berjast við Manchester City og Manchester United um Alexis Sanchez (29), leikmann Arsenal. (Sunday Mirror)

Auk þess að vilja Sanchez vill Manchester United einnig fá Mesut Özil (29) frá Arsenal. (Independent)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er tilbúinn að sleppa því að kaupa Antoine Griezmann (26) frá Atletico Madrid og Gareth Bale (28) frá Real Mardrid næsta sumar til þess að landa Sanchez í þessum mánuði. Sanchez mun fá 350 þúsund pund í vikulaun hjá Manchester United. (Mail on Sunday)

Sanchez hefur fengið tíma fram á föstudag til þess að gefa United svar um hvort hann muni semja við félagið. Ef hann svarar ekki fyrir þann tíma mun Man Utd hætta við hann. (Sunday Express)

Man Utd gæti þurft að borga umboðsmanni Sanchez 10 milljónir punda til að landa Sílemanninum. (Sunday Telegraph)

Stórfjölskylda Sanchez er mætt til London til að undirbúa brottför hans frá Arsenal. Manchester City hefur ekki enn gefist upp á honum. (Goal.com)

Liverpool hefur áhuga á Gelson Martins (22) kantmanni Sporting Lissabon í Portúgal. Hann er með 60 milljón evra riftunarverð í samningi sínum en Liverpool er tilbúið að borga rúmlega helminginn af því. Liverpool mun fimmfalda þau laun sem Martins er með núna. (Correio da Manha)

Stoke hefur áhuga á því að ráða Martin O'Neill, landsliðsþjálfara Íra, sem arftaka Mark Hughes. (Sunday Telegraph)

Ef O'Neill samþykkir tilboð Stoke mun Roy Keane, aðstoðarþjálfari Írlands, fylgja honum sem aðstoðarmaður. Keane hefur þó munnlega samþykkt nýjan samning við knattspyrnusamband Írlands. (Irish Independent)

Quique Sanchez Flores, stjóri Espanyol, hafði ákveðið að taka við Stoke en snerist hugur. (Sky Sports)

Liverpool er tilbúið að greiða 60 milljónir punda fyrir Thomas Lemar (22), leikmann Mónakó, en Mónakó vill nær 90 milljónum punda hann. (Sunday Times)

Naby Keita (22), miðjumaður RB Leipzig vill fara til Liverpool sem allra fyrst jafnvel þótt samkomulag sé um að hann muni ekki fara fyrr en næsta sumar. (Bild)

Liverpool á enn möguleika á því að næla í Leon Goretzka (22), miðjumann Schalke, þrátt fyrir að hann hafi verið sterklega orðaður við Bayern München. (Sunday Mirror)

Rafa Benitez, stjóri Newcastle, ætlar að reyna að fá Pepe Reina (35), markvörð Napoli. (Sun on Sunday)

Real Madrid ber fullt traust til Zinedine Zidane og hann verður í starfi eins lengi og hann vill (Marca)

Barcelona íhugar að selja fimm leikmenn í janúar glugganum þar á meðal kantmanninn Gerard Deulofeu (23) sem hefur verið orðaður við Napoli á Ítalíu. (Sport)

Borussia Dortmund færist nær því að kaupa miðvörðinn Manuel Akanji (22) frá Basel fyrir 19 milljónir punda. (Blick)

Manchester United hefur áhuga á Akanji og á enn möguleika á því að kaupa hann. (Kicker)

Manchester City er áhugasamt um Boubakary Soumare (18) en hann er miðjumaður sem fór til Lille í sumar frá Paris Saint-Germain. (Mail on Sunday)

David Moyes langar að fá sóknarmanninn Khouma Babacar (24) frá Fiorentina á láni en ítalska félagið vill bara selja hann og mun hlusta ef 15 milljón punda tilboð berst. (Sun on Sunday)

Tony Pulis, stjóri Middlesbrough, telur að Chelsea muni mögulega kalla varnarmanninn Lewis Baker (22) til baka úr láni fyrr en áætlað var. (Northern Echo)

Áhugi Everton á Marco Silva, stjóra Watford, olli honum og nokkrum leikmönnum hans óþægindum. (Sunday Times)

Fulham gæti lagt fram tilboð í Nelson Oliveira (26), sóknarmann Norwich. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner