mið 17. janúar 2018 17:10
Elvar Geir Magnússon
Fjórir sem Bennell þjálfaði hafa tekið eigið líf
Barry Bennell.
Barry Bennell.
Mynd: Samsett
Gary Speed, fyrrum landsliðsþjálfari Wales, var einn af fjórum einstaklingum sem þjálfaðir voru af Barry Bennell og frömdu síðar sjálfsmorð. Þetta kom fram í dómssal í dag.

„Ég get ekki sagt til um hvort þeir hafi tekið eigið líf eingöngu vegna Barry. En ég veit hvaða áhrif hann hafði á mig og hvernig áhrif hann hefði getað haft á annað fólk," sagði fórnarlamb Bennell.

Barry Bennell, 63 ára fyrrum fótboltaþjálfari, hefur játað sekt í sex ákærum vegna kynferðisbrota gegn börnum. Hann er ákærður fyrir samtals 55 brot sem framin voru á árunum 1979-1991 og eru gegn drengjum sem voru á aldrinum 8-15 ára.

Fram kom í dómssalnum í dag að hátt settir menn hjá Manchester City hafi vitað af kynferðisbrotum Bennell meðan hann starfaði hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner