Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 22. janúar 2018 19:04
Elvar Geir Magnússon
Sanchez launahæstur í deildinni - 70 milljónir króna á viku
Sanchez mættur til United.
Sanchez mættur til United.
Mynd: Man Utd
Alexis Sanchez er kominn í treyju númer sjö hjá Manchester United en félagið staðfesti félagaskipti hans frá Arsenal í dag.

Mirror segir að Sanchez sé með 490 þúsund pund í vikulaun hjá Manchester United, um 70 milljónir íslenskra króna. Það er meira en Paul Pogba og David de Gea eru með til samans.

Þegar hafa slúðurblöð Englands sagt að Pogba vilji fá launahækkun eftir komu Sílemannsins.

Sanchez er á svipuðum launum og Lionel Messi eftir að argentínski snillingurinn gerði nýjan samning við Barcelona á síðasta ári.

Sanchez getur keypt mikið magn af Freddos súkkulaðistykkjum samkvæmt útreikningum BBC:


Hér má svo sjá umtalað kynningarmyndband Manchester United eftir að félagið fékk Sanchez:


Athugasemdir
banner
banner
banner