þri 13. febrúar 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
WBA rekur formanninn og framkvæmdastjórann
John Williams (til vinstri) var áður formaður Blackburn.
John Williams (til vinstri) var áður formaður Blackburn.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion hefur ákveðið að reka formanninn John Williams og framkvæmdastjórann Martin Goodman eftir slakt gnegi liðsins að undanförnu.

WBA situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti, eftir 3-0 tap gegn Chelsea í gærkvöldi.

Í yfirlýsingu frá WBA segir að Guochuan Lai eigandi félagsins hafi ákveðið þetta eftir slök úrslit að undanförnu.

Mark Jenkins tekur við sem framkvæmdastjóri en ekki er búið að ákveða með formannsstöðuna.

Fyrr á tímabilinu skipti WBA um knattspyrnustjóra en þá tók Alan Pardew við af Tony Pulis. Það hefur lítið gert fyrir WBA en liðið hefur einungis unnið einn af síðustu 25 deildarleikjum eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigrum.

Sjá einnig:
Að duga eða drepast í næstu leikjum hjá WBA
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner