Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. febrúar 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mikel í sama gæðaflokki og Rakitic og Modric"
John Obi Mikel.
John Obi Mikel.
Mynd: Getty Images
Króatía og Nígería eru með okkur Íslendingum í riðli á HM í Rússlandi í sumar, rétt eins og Argentína. Þessi lið mætast í fyrstu umferð á meðan Ísland leikur gegn Argentínu.

Króatar eru með hörkugott lið, eins og Íslendingar kannast við. Helstu stjörnur liðsins spila á miðjunni, Luka Modric og Ivan Rakitic, tveir af bestu miðjumönnum í heimi.

Nígería hefur líka góða leikmenn í sínum röðum og er líklega þekktasta nafnið í þeirra liði John Obi Mikel, fyrrum miðjumaður Chelsea og núverandi miðjumaður Tianjin Teda í Kína.

Samson Siasia, fyrrum landsliðsþjálfari Nígeríu, er á þeirri skoðun að Obi Mikel sé á svipuðum kalíber og stjörnunar í liði Króata.

„Mikel er í sama gæðaflokki og Modric og Rakitic, jafnvel þó Modric spili með Real Madrid," sagði Siasia við Goal.com.

„Mikel spilaði í mörg ár með Chelsea og hefur verið að gera það gott í kínversku Ofurdeildinni."

Sjá einnig:
Fyrrum þjálfari Nígeríu: Skiljum ekki hvernig Ísland spilar
Athugasemdir
banner
banner