Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. febrúar 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Redknapp: Tottenham getur unnið Meistaradeildina
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, sérfræðingur hjá Sky, telur að Tottenham geti unnið Meistaradeildina á þessu tímabili.

Tottenham gerði 2-2 jafntefli við Juventus í kvöld eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitunum.

„Geta þeir unnið Meistaradeildina? Auðvitað geta þeir það. Liverpool og Tottenham eru hættuleg lið vegna þess að þau eru með sérstaka leikmenn í sínum röðum."

„Í byrjun tímabilsins voru allir að tala um breiddina hjá Tottenham, en þeir eru með mjög sterkan hóp. Það kemur mér á óvart að þeir skuli ekki vera með fleiri stig í ensku úrvalsdeildinni."

Seinni leikur Tottenham og Juventus verður þann 7. mars á Wembley.

„Tottenham er mikið líklegra liðið núna. Juventus er hættulegt lið en Tottenham, ef þeir setja leikinn rétt upp, þá eru þeir í góðum málum. Tottenham er með leikmenn sem getur farið illa með öll lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner