mið 14. febrúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
Real vill Neymar og Kane - Herrera til Ítalíu?
Powerade
Ander Herrera gæti farið frá Manchester United í sumar.
Ander Herrera gæti farið frá Manchester United í sumar.
Mynd: Getty Images
Kane er áfram orðaður við Real Madrid.
Kane er áfram orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með allt heitasta slúðrið í dag.



Markvörðurinn Jack Butland (24) segist ekki hafa óskað eftir að fara frá Stoke en hann hefur verið orðaður við bæði Liverpool og Arsenal. (ESPN)

AC Milan ætlar að reyna að kaupa Ander Herrera (28) miðjumann Manchester United á 30 milljónir punda í sumar. (Tuttosport)

Real Madrid vonast til að fá Neymar (22) frá PSG í sumar. (Independent)

Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, segist ekki vilja sjá Neymar í Madrid. (AS)

Real Madrid ætlar að eyða 534 milljónum punda í leikmenn í sumar. Harry Kane (24) framherji Tottenham er ofarlega á óskalistanum. (Sports Illustrated)

Crystal Palace ætlar að fá markvörðinn Diego Cavalieri (35) í sínar raðir en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Fluminense í Brasilíu. Cavalieri gæti skrifað undir hjá Palace á næstu dögum en Roy Hodgson, stjóri félagsins, þekkir leikmanninn síðan hjá Liverpool á sínum tíma. (Sun)

Arsenal er þegar farið að skoða möguleika í stjórastólinn ef Arsene Wenger hættir í sumar. (Mail)

Arturo Vidal (30) segist vera sáttur hjá Bayern Munchen. Vidal hefur verið orðaður við Chelsea. (Sport)

Manchester City ætlar að verðlauna markvörðinn Ederson (24) með nýjum samningi eftir góða frammistöðu á sínu fyrsta tímabili á Englandi. (Sun)

Newcastle ætlar að kaupa markvörðinn Martin Dubravka (29). Dubravka er á láni hjá Newcastle frá Sparta Prag út tímabilið.
(Mirror)

Roma ætlar að seja 85 milljóna punda riftunarákvæði í samning markvarðarins Alisson (25) en hann hefur verið orðaður við Liverpool. (Calciomercato)

Loris Karius verður áfram í markinu á kostnað Simon Mignolet gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. (Times)

Leikmenn WBA eru ósáttir með stjórann Alan Pardew en staða hans er þó ekki í hættu. (Telegraph)

Bolton vill fá framherjann Victor Anichebe sem er án samnings eftir að hafa síðast leikið í Kína. (Birmingham Mail)

Henrikh Mkhitaryan (29) segist hafa valið besta augnablikið til að fara frá Manchester United til Arsenal. (London Evening Standard)

Zenit St. Pétursborg hefur áhuga á Samir Nasri (30) en hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Antalyaspor í Tyrklandi. (Sport Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner