mið 14. febrúar 2018 19:11
Elvar Geir Magnússon
Gattuso: Getum lent í vandræðum með Ludogorets
Gennaro Gattuso.
Gennaro Gattuso.
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, þjálfari AC Milan, bendir á að Ludogorets frá Búlgaríu hafi meiri Evrópureynslu en ítalska liðið. Ludogorets tekur á móti AC Milan í Razgrad á morgun, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

„Það er virðing fyrir Ludogorets því liðið hefur verið í Evrópukeppninni oftar á síðustu sex árum en AC Milan. Þegar ég skoðaði þá sá ég að þetta er lið með mikinn karakter og getur valdið usla," segir Gattuso.

„Real Madrid, Liverpool og Lazio hafa öll lent í vandræðum hérna. Ludogorets er þannig lið að allir geta átt í erfiðleikum með þá."

Þess má geta að AC Milan er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar sem stendur, þremur stigum frá Evrópudeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner