mið 14. febrúar 2018 19:34
Elvar Geir Magnússon
Kallað eftir yngri og háværari áhorfendahóp á Old Trafford
Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Frá Old Trafford, heimavelli Manchester United.
Mynd: Getty Images
Samtök sem kallast MUST berjast fyrir bættri aðstöðu fyrir stuðningsmenn Manchester United og hafa samtökin sent óskir sínar til félagsins í opnu bréfi.

Jose Mourinho, stjóri United, hefur talað um að bæta verði stemninguna og andrúmsloftið á Old Trafford. MUST segir að félagið verði að koma til móts við yngri stuðningsmenn í borginni.

Stór hluti miða á leiki í dag fer til erlendra ferðamanna en kallað er eftir því að Stretford End stúkan verði endurnýjuð og þar geti yngri og háværari stuðningsmenn fengið fremur ódýra miða.

Stretford End var á árum áður þekkt sem stúkan þar sem háværustu stuðningsmenn United voru samankomnir og vill MUST endurheimta þann stimpil. Það muni hjálpa til við að skapa meira stuð á öllum vellinum.

Þá vilja stuðningsmannasamtökin einnig að örugg stæði verði sett upp á Old Trafford. Stæði eru bönnuð í ensku úrvalsdeildinni í dag en umræða er í gangi um að lögleiða öruggari útgáfu af stæðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner