Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 14. febrúar 2018 22:14
Elvar Geir Magnússon
Þrennuhetjan Mane: Frábær frammistaða frá upphafi til enda
Mane fékk að eiga boltann.
Mane fékk að eiga boltann.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, fékk að eiga boltann eftir 5-0 burst gegn Porto á útivelli í Meistaradeildinni í kvöld.

Ástæðan var auðvitað sú að Mane skoraði þrennu. Sjálfstraust Senegalans hefur ekki verið alveg í hæstu hæðum allt tímabilið en hann var magnaður í kvöld.

„Í sannleika sagt var þetta ekki auðveldur leikur þrátt fyrir að við skoruðum fimm. Við spiluðum frábæran bolta frá upphafi til enda," sagði Mane.

Hvaða mark var ánægjulegast?

„Það þriðja. Það var gott mark. Ég nýt þess alltaf að spila með þessum mögnuðu leikmönnum. Við fengum mikla hjálp frá leikmönnunum sem eru fyrir aftan okkur," sagði Mane.

James Milner, sem er stoðsendingahæstur í Meistaradeildinni hrósaði Mane eftir leikinn.

„Sadio Mane vinnur sína vinnu stórvel og gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Fólk sér spretti hans og mörkin en hann er ótrúlega vinnusamur líka. Ég held að við hefðum getað skorað fleiri mörk," sagði Milner.
Athugasemdir
banner
banner