Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 14. febrúar 2018 23:27
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Ég þyrfti að drekka bjórana einn
Jurgen Klopp og hans menn halda til Marbella á Spáni þar sem liðið verður í æfingabúðum í fjóra daga.
Jurgen Klopp og hans menn halda til Marbella á Spáni þar sem liðið verður í æfingabúðum í fjóra daga.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, tók undir með fréttamanni að hægt væri að kalla frammistöðu kvöldsins fullkomna. Liverpool vann 5-0 útisigur gegn Porto í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann sagði að leikur Liverpool hefði verið ákaflega heilsteyptur og faglegur.

Þar sem Liverpool á ekki leik um helgina, vegna þess að liðið er fallið úr FA bikarnum, er næsti leikur ekki fyrr en gegn West Ham í úrvalsdeildinni 24. febrúar.

Liðið heldur til Marbella á Spáni í æfingaferð þar sem það mun verða í fjóra daga en fyrri helming ferðarinnar verða æfingarnar ekki stífar.

Klopp var spurður að því hvort leikmenn fengju að fagna aðeins sigri kvöldsins?

„Ef þú ert að spyrja út í alkóhól þá drekka þeir ekki. Þetta er ný kynslóð. Ef ég myndi leyfa þeim öllum að fá sér bjór þá þyrfti ég að drekka þá alla. Þeir fá að vaka aðeins lengur en þeir eru þreyttir og ég held að þeir verði fljótir að sofna," sagði Klopp.

Jurgen Klopp Post Match Interview from r/LiverpoolFC


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner