Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 17. febrúar 2018 19:29
Gunnar Logi Gylfason
Enski bikarinn: VAR í aðalhlutverki - Man Utd í 8-liða úrslit
Lukaku skoraði bæði mörk Manchester United í kvöld
Lukaku skoraði bæði mörk Manchester United í kvöld
Mynd: Getty Images
Huddersfield 0-2 Manchester United
0-1 Romelu Lukaku (3')
0-2 Romelu Lukaku (55')

Leik Huddersfield og Manchester United var að ljúka rétt í þessu.

Gestirnir frá Manchester byrjuðu leikinn gríðarlega vel og skoruðu á 3.mínútu. Juan Mata sendi boltann á Romelu Lukaku sem sýndi styrk sinn og skoraði í nærhornið af stuttu færi.

Þetta var eina skot gestanna á markið í fyrri hálfleik þangað til Juan Mata skoraði eftir sendingu frá Ashley Young og héldur gestirnir að þeir væru að komast í 0-2 rétt fyrir hálfleik. Svo var ekki þar sem eftir bið eftir niðurstöðu frá VAR-myndbandstækninni þá komust dómarar leiksins að þeirri niðurstöðu að það ætti að dæma rangstöðu.

Stuttu seinna skoraði Nemanja Matic en aftur var dæmd rangstaða. Í kjölfarið var flautað til seinni hálfleiks.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik tvöfaldaði Lukaku forystu gestanna með öðru marki sínu í leiknum. Gestirnir unnu þá boltann eftir hornspyrnu heimamanna, Lukaku fékk þá boltann og gaf hann á Alexis Sanchez og tók á rás upp völlinn. Sanchez gaf stungusendingu innfyrir vörn heimamanna og Lukaku kláraði færið vel með varnarmann í bakinu.

Gestirnir frá Manchester voru mun líklegri en heimamenn að skora næsta mark en ekki voru fleiri mörk skoruð og Manchester United er því komið í 8-liða úrslit enska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner