Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 20. febrúar 2018 23:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heynckes: Munum undirbúa okkur eins og fyrir alla aðra leiki
Mynd: Getty Images
Bayern München er svo gott sem komið í 8-liða úrslit eftir 5-0 sigur á Besiktas í 16-liða úrslitunum í kvöld.

Besiktas var manni færri frá 16. mínútu eftir að varnarmaðurinn Domagoj Vida fékk að líta rauða spjaldið. Jupp Heynckes, stjóri Bayern, segir að það hafi hjálpað til.

„Það var mjög erfitt fyrir hvaða lið sem er að spila í Meistaradeildinni einum færri," sagði Heynckes. „Ég tel enn að Besiktas sé með mjög gott lið, með marga reynda leikmenn sem hafa spilað víðs vegar um Evrópu. Ég er gífurlega ánægður að við skyldum vinna svona þægilega gegn svona liði."

„Við munum undirbúa okkur fyrir seinni leikinn eins og alla aðra leiki. Þú getur ekki tekið neina sénsa í Meistaradeildinni."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner