Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 21. febrúar 2018 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn drullar yfir Mourinho: Hann er leiðinlegur og er að eyðileggja United
,,Það er skemmtilegra að horfa á málningu þorna en United spila"
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Forlagid.is
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, fór hamförum eftir leikina í Meistaradeildinni í kvöld. Óskar var sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport í kringum leik Manchester United og Sevilla sem endaði markalaus.

United sýndi ekki sínar bestu hliðar sóknarlega og gerði eiginlega ekkert sóknarlega í leiknum.

Óskar Hrafn hraunaði yfir Jose Mourinho, stjóri Manchester United, í Meistaramörkunum að leik loknum.

„Það lítur út eins og hann (Mourinho) sé að bíða eftir að einhver stærðfræðikeppni í MS sé að byrja. Það er eins og hann sé að fara að gera einhvern hlut sem er leiðinlegasti hlutur í heimi," sagði Óskar Hrafn áður en kollegi hans Bjarni Guðjónsson greip inn í og benti á að stærðfræðikeppnir í MS væru ekki leiðinlegar. „Ég var aldrei sérstaklega hrifinn af þeim," sagði Óskar þá.

„Hvernig hann hagar sér á þessum blaðamannafundi, hvernig hann var í þessum leik, hvernig hann stillti upp þessum leik, hvernig hann er búinn að vera undanfarnar vikur; hann er bara leiðinlegur og hann er að eyðileggja United."

„Þetta er leiðinlegasti leikur sem ég hef horft á lengi. Það er skemmtilegra að horfa á málningu þorna en United spila."

„Það er hræðilegt að horfa á þetta. Þetta er lið sem kostar mörg hundruð milljónir punda, með knattspyrnustjóra með skrilljón, grilljónir á mánuði fyrir að stjórna þessu. Hann er lélegur og leiðinlegur, liðið er lélegt og leiðinlegt."

„Hættu þessu! Farðu og finndu þér eitthvað annað að gera Jose Mourinho."












Athugasemdir
banner
banner