fim 22. febrúar 2018 23:01
Ívan Guðjón Baldursson
Graham Potter: Ekkert smá afrek ef þú lítur á gæðamuninn
Mynd: Getty Images
Graham Potter hefur gert stórkostlega hluti með sænska félagið Östersund, sem kom öllum á óvart og vann Arsenal á Emirates leikvanginum fyrr í kvöld.

Liðin mættust í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og er Östersund úr leik eftir 3-0 tap í fyrri leiknum í Svíþjóð.

„Ég er virkilega stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum. Það tók mikið hugrekki að spila svona góðan fótbolta á útivelli gegn stórkostlegum andstæðingum," sagði Potter að leikslokum.

„Við spiluðum virkilega vel og unnum leikinn. Það munaði litlu að kraftaverk hefði átt sér stað hér í kvöld."

Potter telur sína menn hafa verið jafningja Arsenal allan leikinn, að undanskildum fyrstu 20 mínútunum.

„Fyrir utan fyrstu 20 mínúturnar vorum við jafn góðir og Arsenal, sem er ekkert smá afrek ef þú lítur á gæðamuninn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner