fös 23. febrúar 2018 09:30
Magnús Már Einarsson
De Gea ætlar að semja aftur við Man Utd
Powerade
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Sterling er orðaður við Real Madrid.
Sterling er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru klár með pakka dagsins. Kíkjum á hann!



David De Gea (27) ætlar að gera nýjan samning við Manchester United í stað þess að ganga í raðir Real Madrid. (Times)

Real Madrid er að fylgjast með Raheem Sterling (23) kantmanni Manchester City en hann er ekki ennþá byrjaður í samningaviðræðum við ensku meistarana. Sterling verður samninslaus sumarið 2020. (Mirror)

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, er óánægður með meðhöndlunina sem hann hefur fengið hjá Jose Mourinho og vill vera metinn að verðleikum. (Mail)

Mourinho sagði Pogba að horfa á skiltið á leiðinni út eftir fund þeirra á æfingavæði United á dögunum. (Sun)

Forráðamenn Real Madrid hafa látið hafa eftir sér að þeir séu tilbúnir að selja Gareth Bale (28) í sumar. (Independent)

Chelsea er að skoða Jamaal Lascelles (24) fyrirliða og varnarmann Newcastle. (Evening Standard)

Juventus hefur náð samkomulagi um að kaupa bakvörðinn Matteo Darmian (28) frá Manchester United í sumar. (Calciomercato)

Faðir Neymar (26) hjá PSG er í sambandi við Florentino Perez forseta Real Madrid. Neymar gæti verið á leið til Real (Star)

Yannick Carrasco (24) kantmaður Atletico Madrid er á leið til Dalin Yifang í Kína á 27 milljónir punda. (Marca)

Atletico Madrid hefur áhuga á Reece Oxford (19) varnarmanni West Ham en hann er í láni hjá Gladbach í Þýskalandi. Oxford kostar tólf milljónir punda. (Telegraph)

Barcelona ætlar ekki að reyna að fá Nabil Fekir (24) frá Lyon. Fekir hefur einnig verið orðaður við Arsenal á 45 milljónir punda. (Sport)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að semja frið við Antonio Conte stjóra Chelsea þegar liðin mætast á sunnudaginn. Stjórarnir létu skotin ganga á milli í fjölmiðlum í janúar. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner