banner
   mið 14. mars 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Juventus getur aukið forskot sitt
Pjanic gerði sigurmarkið síðast þegar þessi lið mættust.
Pjanic gerði sigurmarkið síðast þegar þessi lið mættust.
Mynd: Getty Images
Leikur dagsins:
17:00 Juventus - Atalanta (SportTv)

Það er einn leikur á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Juventus og Atalanta mætast í frestuðum leik.

Juventus er á mögnuðu skriði og hefur ekki tapað fótboltaleik frá því um miðja nóvember. Síðustu fimm leikir liðsins hafa bara verið sigurleikir, ekkert annað.

Einn af þessum leikjum var gegn Atalanta í bikarnum og endaði hann 1-0. Liðin mættust tvisvar í undanúrslitum bikarsins og enduðu báðir leikirnir með 1-0 sigri Juventus.

Juventus gæti aukið forskot sitt á toppi Seríu A í fjögur stig með sigri í kvöld. Atalanta er í áttunda sæti og gæti hoppað upp í það sjöunda ef liðinu tekst að knýja fram óvæntan sigur gegn Ítalíumeisturunum.

Leikurinn hefst 17:00 og er sýndur beint á SportTv.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner