Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 13. mars 2018 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Haukur hjálpaði AIK að komast í undanúrslit
Haukur Heiðar lék allan leikinn.
Haukur Heiðar lék allan leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
AIK 2 - 0 Örebro
1-0 Tarik Elyounoussi ('12)
2-0 Stefan Silva ('90)
Rautt spjald: Michael Omoh, Örebro ('29)

Haukur Heiðar Hauksson lék allan leikinn er AIK tryggði sér farseðilinn í undanúrslitum sænska bikarsins í dag.

AIK komst yfir á 12. mínútu þegar Tarik Elyounoussi kom knettinum í netið. Nokkrum mínútum síðar fékk Michael Omoh, leikmaður Örebro, beint rautt spjald. Rauða spjaldið fékk hann fyrir tæklingu á Jesper Nyholm en hann var niðurbrotinn eftir tæklinguna. Líkur eru á því að Nyholm sé illa fótbrotinn.

Örebro átti ekki mikinn séns eftir það og gerði Stefan Silva út um leikinn þegar lítið var eftir, 2-0.

Haukur Heiðar lék allan leikinn fyrir AIK og fékk hann gult spjald þegar 70 mínútur voru búnar.

AIK mætir Djurgården í undaúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner