Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 14. mars 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Özil: Mjög auðvelt fyrir mig að segja já við Arsenal
Mynd: Getty Images
Mesut Özil segir að það hafi verið mjög auðveld ákvörðun fyrir sig að skrifa undir nýjan samning við Arsenal.

Özil skrifaði undir nýjan samning við Arsenal á lokadegi félagskiptagluggans í janúar. Það voru óvæntustu tíðindi dagsins en margir reiknuðu með því að Özil væru á förum.

En af hverju kaus hann að skrifa undir nýjan samning?

„Ég kann vel við félagið og ég er ánægður. Ég elska borgina," segir Özil við heimasíðu Arsenal.

„Áður en ég skrifaði undir samninginn ræddi ég við fjölskyldu mína um hvað væri best fyrir mig að gera. Á endanum var mjög auðvelt fyrir mig að segja já við Arsenal."

„Ég verði hér í fleiri ár og vonast til að vinna titla. Ég hef trú á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner