Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. mars 2018 21:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Of lítið, of seint hjá Man Utd
Gleðin var ósvikin hjá leikmönnum Sevilla.
Gleðin var ósvikin hjá leikmönnum Sevilla.
Mynd: Getty Images
Lukaku skoraði en það var of lítið, of seint.
Lukaku skoraði en það var of lítið, of seint.
Mynd: Getty Images
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni 2018. Liðið tapaði í kvöld á heimavelli sínum gegn spænska liðinu Sevilla.

Eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum þurfti United að vinna í kvöld en liðið ætlaði sér einhvern veginn aldrei að gera það, að minnsta kosti var spilamennskan ekki til marks um það.

Fyrri hálfleikurinn var rólegur og markalaus en þegar 72 mínútur voru búnar var framherjanum Wissam Ben Yedder skipt inn á fyrir Sevilla. Hann átti eftir að láta til sín taka og gerði það aðeins tveimur mínútum eftir að hann kom inn á er hann skoraði fyrsta markið.

Staðan versnað töluvert fyrir United nokkrum mínútum síðar þegar Ben Yedder bætti við öðru marki sínu.

Þá loksins vaknaði United og gerði eitthvað, Romelu Lukaku minnkaði muninn en meira var það ekki.

Lokatölurnar 2-1 og ekki hægt að segja annað en að sigur Sevilla hafi verið sanngjarn. Man Utd gerði sáralítið til að verðskulda það að fara áfram úr þessu einvígi.

Í hinu einvígi kvöldsins vann Roma 1-0 sigur á Shakhtar Donetsk og fer áfram á útivallarmörkum.

Manchester Utd 1 - 2 Sevilla
0-1 Wissam Ben Yedder ('74 )
0-2 Wissam Ben Yedder ('78 )
1-2 Romelu Lukaku ('84 )

Roma 1 - 0 Shakhtar D
1-0 Edin Dzeko ('52 )
Rautt spjald: Ivan Ordets, Shakhtar D ('79)



Athugasemdir
banner
banner
banner