þri 13. mars 2018 22:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Skelfileg sending hjá Pogba
Hvað var hann að hugsa?
Mynd: Getty Images
Paul Pogba gerði ekki mikið gagn eftir að hann kom inn á sem varamaður í 2-1 tapi Manchester United gegn Sevilla í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Man Utd féll úr leik með tapinu.

Pogba byrjaði á bekknum þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann kom inn á sem varamaður fyrir Marouane Fellaini eftir 60 mínútna leik en sýndi lítið gott.

Sevilla komst í 2-0 en Romelu Lukaku minnkaði muninn í 2-1. Þegar uppbótartíminn var að hefjast, þá hefði United átt að vera að pressa stíft á Sevilla en svo var ekki gert.

Í byrjun uppbótartímans átti Pogba stórfurðulega sendingu sem fór beint út af vellinum en eftir það sigldi Sevilla sigrinum og sætinu í 16-liða úrslitunum þægilega í land.

Smelltu hér til að sjá þessa skelfilegu sendingu hjá Pogba. Hvað var hann að gera?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner