Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 14. mars 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Hvað gerir Chelsea gegn Barcelona?
Mynd: Fótbolti.net
Chelsea þarf að skora gegn Barcelona til að fara áfram.
Chelsea þarf að skora gegn Barcelona til að fara áfram.
Mynd: Getty Images
Bayern er svo gott sem komið áfram.
Bayern er svo gott sem komið áfram.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld en þá eru síðustu tveir leikirnir á dagskrá.

Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals og Tryggvi Guðmundsson markahrókur eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni.

Fótbolti.net kemur með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn. Fótbolti.net leiðir eftir fyrstu leikina.

Sigurbjörn og Tryggvi spáðu báðir hárrétt fyrir um 1-0 sigur Roma í gær og söxuðu um leið á forskot Fótbolta.net á toppnum.


Tryggvi Guðmundsson:

Barcelona 2 - 1 Chelsea (Samanlagt 3-2)
Eitthvað sem segir mér að hér komi heimasigur og Messi komi við sögu.

Besiktas 1 - 3 Bayern Munchen (Samanlagt 1-8)
Létt æfing í Tyrklandi hjá Bæjurum og kvöld og nokkuð óvíst með byrjunarlið. Eru samt alltaf betri.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Barcelona 3 - 1 Chelsea (Samanlagt 4-2
Chelsea þurfti auðvitað alltaf að vinna heimaleikinn til að eiga möguleika. Þó Chelsea leggi rútunni og reyni að loka öllum svæðum langt fram eftir leik þá kemur það ekki til með að duga.

Besiktas 1 - 1 Bayern Munchen (Samanlagt 1-6)
Einvígið auðvitað búið og þetta verður bara leikur þar sem menn reyna komast sem best frá einvíginu fyrir Tyrkina og að eyða ekki of miklu púðri fyrir Þjóðverjana.

Fótbolti.net - Gunnar Logi Gylfason

Besiktas 1 - 3 Bayern Munchen (Samanlagt 1-8)
Heimavöllurinn sterkur hjá Tyrkjunum og ná að lauma inn einu. Þjóðverjarnir samt of sterkir fyrir þá.

Barcelona 2 - 1 Chelsea (Samanlagt 3-2)
Messi skorar í öðrum leiknum í röð gegn Chelsea. Hazard skorar fyrir gestina.


Staðan í Meistaraspánni:
Fótbolti.net 12
Tryggvi 7
Sigurbjörn 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner