Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 11:50
Magnús Már Einarsson
Hjörvar Hafliða ekki áfram í Pepsi-mörkunum
Hjörvar Hafliðason.
Hjörvar Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason verður ekki áfram einn af sérfræðingunum í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport en þáttastjórnandinn Hörður Magnússon staðfesti þetta á Twitter í dag.

Hjörvar hefur lengi verið einn af sérfræðingum þáttarins en hann hefur nú ákveðið að hætta sem slíkur.

„Á persónulegum nótum. Hjörvar Hafliða hefur ákveðið að stíga til hliðar í Pepsimörkunum í sumar. Ég vil þakka honum fyrir magnað samstarf undanfarin 8-9 ár. Hann er engum líkur og algerlega sér á báti. #takkHafliðason," sagði Hörður á Twitter í dag.

Pepsi-mörkin hafa ákveðið að gera breytingar á þættinum fyrir sumarið en sérfræðingarnir verða fleiri en áður. Alls verða sérfræðingarnir sex talsins og skipta þeir á að mæta í þáttinn.

Búið er að tilkynna að Freyr Alexandersson verður einn af sérfræðingum sem og Indriði Sigurðsson.

Athugasemdir
banner
banner
banner