mið 14. mars 2018 18:00
Magnús Már Einarsson
Neuer í kapphlaupi fyrir HM - Gaf hundinum rúm á æfingasvæðinu
Neuer varð heimsmeistari árið 2014.
Neuer varð heimsmeistari árið 2014.
Mynd: Getty Images
Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen og þýska landsliðsins, er í kapphlaupi við tímann fyrir HM í Rússlandi í sumar. Neuer fótbrotnaði í september og hefur ekkert byrjað að spila síðan þá. Hann hefur ekki ennþá náð að hefja æfingar á fullum krafti.

Vonir standa til að Neuer geti byrjað að æfa í byrjun apríl en þá hefur hann einungis nokkrar vikur þar til Joachim Löw tilkynnir þýska landsliðshópinn fyrir HM þann 15. maí.

Alls óvíst er að Neuer hoppi beint í markið hjá Bayern þegar hann verður klár þar sem Sven Ulreich hefur staðið vaktina vel í vetur.

Hinn 31 árs gamli Neuer varð heimsmeistari með Þjóðverjum 2014 og sjálfur er hann að leggja allt í sölurnar til að verða klár sem fyrst.

Neuer fór í tíu daga ferð til Tælands í endurhæfingu og hann hefur verið svo mikið á æfingasvæði Bayern í endurhæfingunni að hann lét búa til rúm fyrir hundinn sinn Momo á svæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner