Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 14. mars 2018 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere gæti verið á förum - Wenger vill halda honum
Mynd: Getty Images
Samningur miðjumannsins Jack Wilshere hjá Arsenal rennur út að þessu tímabili loknu.

Eftir að hafa verið mikið meiddur síðustu hefur Wilshere haldist tiltölulega heill á þessu tímabili og verið einn af ljósari punktunum í liði Arsenal.

Hann hefur verið orðaður við önnur lið eins og Everton og Juventus en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vonar að framtíð Wilshere sé hjá Arsenal.

„Það hefur ekkert breyst hjá mér. Jack verður frjáls eftir tímabilið," sagði Wenger í dag.

„Við höfum gert tilboð. Ég vil að hann verði hér áfram og verji framtíð sinni hérna."

Wilshere er með tilboð á borðinu frá Arsenal en hefur enn ekki skrifað undir. Enskir fjölmiðlar segja frá því að launapakkinn í samningstilboðinu sé minni en í núgildandi samnngi hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner