Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. mars 2018 05:55
Ingólfur Stefánsson
Firmino finnur ekki fyrir pressu vegna velgengni Salah
Mynd: Getty Images
Roberto Firmino framherji Liverpool segir að hann finni ekki fyrir neinni aukinni pressu til þess að skora mörk þrátt fyrir að samherji hans Mo Salah sé búinn að raða inn mörkum.

Salah hefur átt ótrúlegt fyrsta tímabil hjá Liverpool og skorað 36 mörk hingað til. Firmino sjálfur hefur skorað 23 mörk sem er hans besti árangur í markaskorun á ferlinum hingað til.

Hann segir þó að það skipti hann ekki máli hver skori mörkin, það mikilvægasta sé að Liverpool vinni leiki.

Þegar Firmino var spurður út í það hvort hann finndi fyrir aukinni pressu vegna markaskorunnar Salah sagði hann: „Alls ekki, það er mjög góður andi í hópnum hjá okkur."

„Það er mikið talað um sóknina okkar sem inniheldur líka Sadio Mane, en allt liðið er ótrúlega hæfileikaríkt. Við þurfum að hugsa sem ein heild, það skiptir ekki máli hver skorar mörkin."


Liverpool sitja í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru komnir í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Firmino er ánægður og segist vera í besta formi ferils síns.

„Ég er að ganga í gegnum besta tímabil ferilsins, ég er mjög ánægður og líf mitt er jákvætt, bæði einkalífið og vinnulífið."

„Gengi Liverpool hefur hjálpað til, liðið passar vel saman og Klopp er frábær þjálfari."
Athugasemdir
banner
banner