þri 03. apríl 2018 18:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Björn Berg og Óli Stefán valdir bestir á undirbúningstímabilinu
Óli Stefán Flóventsson var valinn besti þjálfari undirbúningstímabilsins.
Óli Stefán Flóventsson var valinn besti þjálfari undirbúningstímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Til að krydda ótrúlega langt undirbúningstímabil Íslands ákváðu Elvar Geir og Tómas Þór að bjóða upp á nýjan lið í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Haldin var sérstök vetrarverðlaunahátíð til gamans og þeir bestu á undirbúningstímabilinu heiðraðir. Horft var til Reykjavíkurmótsins, Kjarnafæðismótsins, Fótbolta.net mótsins og Lengjubikarsins.

Smelltu hér til að hlusta a vetrarverðlaunahátíðina

Björn Berg Bryde, miðvörður Grindvíkinga, var valinn besti leikmaður undirbúningstímabilsins. Þá hlaut hann einnig verðlaun sem besti varnarmaðurinn.

Grindvíkingar hafa verið gríðarlega öflugir í vetur og sýnt sterka liðsheild. Þeir leika gegn Íslandsmeisturum Vals í úrslitaleik Lengjubikarsins næsta mánudag. Óli Stefán Flóventsson hlaut titilinn besti þjálfari undirbúningstímabilsins.

Anton Ari Einarsson hjá Val var valinn besti markvörður vetrarins og þá voru kaup Vals á Tobias Thomsen valin bestu kaupin í vetur en danski sóknarmaðurinn sem lék með KR hefur smellpassað inn í Valsliðið.

Stjarnan vann Fótbolta.net mótið og var Baldur Sigurðsson valinn besti miðjumaðurinn.

Daníel Hafsteinsson, 18 ára miðjumaður KA, var valinn besti ungi leikmaðurinn á undirbúningstímabilinu. KA vann Kjarnafæðismótið og komst í undanúrslit Lengjubikarsins. Elfar Árni Aðalsteinsson hefur raðað inn mörkum í vetur og var valinn besti sóknarmaður undirbúningstímabilsins.

Smelltu hér til að hlusta a vetrarverðlaunahátíðina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner