Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 17. apríl 2018 11:44
Elvar Geir Magnússon
Weigl meðal nafna á óskalista Guardiola
Weigl er 22 ára.
Weigl er 22 ára.
Mynd: Getty Images
Daily Mirror segir að Pep Guardiola muni fá 200 milljónir punda frá eigendum Englandsmeistara Manchester City til að styrkja leikmannahóp sinn í sumarglugganum.

Í Mirror segir að Fred hjá Shaktar Donetsk, Jorginho hjá Napoli og Jean-Michel Seri hjá Nice séu meðal nafna sem séu á blaði hjá Guardiola.

Þá er varnarmiðjumaðurinn Julian Weigl hjá Borussia Dortmund einnig nefndur.

Hver og einn af þessum leikmönnum ætti að kosta í kringum 40 milljónir punda.

Guardiola er einnig hrifinn af Thomas Lemar, framherja Mónakó, en verðmiðinn á honum er um 90 milljónir punda. Þá gæti spænski stjórinn einnig reynt aftur við Riyad Mahrez eftir misheppnaðar tilraunir til að fá alsírska landsliðsmanninn í janúar.

Toby Alderweireld hjá Tottenham er meðal varnamanna sem orðaðir hafa verið við City.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner