Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 22. apríl 2018 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski bikarinn: Chelsea mætir Man Utd í úrslitum
Giroud kom Chelsea á bragðið.
Giroud kom Chelsea á bragðið.
Mynd: Getty Images
Conte er kominn með sína menn í bikarúrslit annað árið í röð.
Conte er kominn með sína menn í bikarúrslit annað árið í röð.
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 0 Southampton
1-0 Olivier Giroud ('46 )
2-0 Alvaro Morata ('82 )

Chelsea mun spila við Manchester United í úrslitaleik enska FA-bikarsins eftir sigur á dýrlingunum frá Southampton á þjóðarleikvangi Englendinga, Wembley.

Fyrri hálfleikurinn á Wembley var fremur tíðindalítill. Southampton varðist vel og var staðan markalaus þegar flautað var til hálfleiks.

Hins vegar, aðeins nokkrum sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á, þá skoraði Olivier Giroud fyrsta mark leiksins. Hann gerði laglega og prjónaði sig í gegnum nokkra varnarmenn eftir sendingu Eden Hazard og kláraði hann færi sitt vel.

Smelltu hér til að sjá mark Giroud.


Morata í hlutverki Giroud
Giroud hefur verið þekktur fyrir það að vera frábær varamaður að hafa til þess að koma inn af bekknum ef þú vilt fá mörk inn af bekknum. Giroud fékk að byrja í dag og var Alvaro Morata á bekknum. Segja má að Morata hafi verið í hlutverki Giroud því hann kom inn á og gerði út um leikinn með marki á 82. mínútu.

Southampton hafði verið að reyna að jafna og var m.a. mark dæmt af liðinu. Leikurinn fór þó 2-0 og er Chelsea komið í úrslit.

Chelsea mætir sem fyrr segir Man Utd í úrslitum. Jose Mourinho mætir sínum gömlu félögum, ákveðin rómantík í því.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner