Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. apríl 2018 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Berlusconi: Neyðist til að kaupa Milan aftur
Mynd: Getty Images
Ástandið hjá AC Milan er ekki gott eftir að Yonghong Li keypti félagið fyrir ári síðan.

Silvio Berlusconi átti félagið í 30 ár áður en hann seldi það til Li fyrir 740 milljónir evra.

Milan eyddi miklum pening á leikmannamarkaðinum síðasta sumar en gengi liðsins endurspeglaðist ekki í kaupunum og er liðið í Evrópudeildarbaráttu, með fjögur stig úr síðustu fimm leikjum.

„Ég mun þurfa að kaupa félagið til baka, þetta gengur ekki svona," sagði Berlusconi, sem er í framboði fyrir Forza Italia stjórnmálaflokkinn á Ítalíu.

„Ég er oft stöðvaður úti á götu og spurður hvers vegna ég seldi félagið og er mér oft kennt um slæma stöðu félagsins. Ef þetta heldur svona áfram þá neyðist ég til að kaupa Milan aftur."

Milan mun eiga í heljarinnar vandræðum með að standast háttvísisreglur UEFA í fjármálum og skuldar félagið auk þess mikinn pening eftir slakt tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner