Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. apríl 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimildarþættir um Napoli sýndir næstu vikur
Napoli er í titilbaráttu og getur unnið sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í næstum 30 ár.
Napoli er í titilbaráttu og getur unnið sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil í næstum 30 ár.
Mynd: Getty Images
Ítalska knattspyrnufélagið Napoli á sér skemmtilega sögu að baki og var miðillinn Dugout að búa til heimildarþætti um félagið.

Í heildina eru þetta fimm þættir sem fjalla um félagið. Sá fyrsti fjallar um stuðningsmenn Napoli sem eru heimsþekktir fyrir ástríðuna sína.

Fyrsti þátturinn verður sýndur á vefsíðu Dugout í kvöld og verða þættirnir sýndir alla fimmtudaga þar til 31. maí, þegar þeir verða allir sýndir í röð.

Annar þátturinn fjallar um fyrsta Ítalíumeistaratitil Napoli 1987 og sá þriðji dekkar borgina sjálfa og íbúa hennar.

Fjórði þátturinn fjallar um endurfæðingu Napoli skömmu eftir aldamótin og er síðasti þátturinn um Marek Hamsik fyrirliða.




Athugasemdir
banner
banner
banner