banner
   mið 16. maí 2018 14:45
Elvar Geir Magnússon
Southgate: Völdum eftir frammistöðu frekar en reynslu
Joe Hart á EM 2016.
Joe Hart á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jack Butland (Stoke), Jordan Pickford (Everton) og Nick Pope (Burnley) eru markverðirnir þrír sem Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi í 23 manna hópEnglands sem opinberaður var í dag.

Joe Hart, sem hefur spilað flesta landsleiki Englands undanfarin ár, er skilinn eftir heima.

Hart á 75 landsleiki og hefur varið mark Englands á þremur síðustu stórmótum. Síðustu tímabil hafa þó verið honum erfið og hann þótti ekki standa sig vel með West Ham í vetur, þar sem hann lék á lánssamningi frá Manchester City.

„Þeir markverðir sem við völdum hafa átt mjög góð tímabil. Ég þurfti að ákveða hvort ég ætlaði að velja Joe sem hefur alla þessa reynslu eða velja þá þrjá sem hafa einfaldlega verið betri á tímabilinu," segir Southgate.

„Á endanum töldum við rétt að velja leikmennina eftir frammistöðu þeirra á tímabilinu."

England verður með Belgíu, Túnis og Panama í riðli á HM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner