Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. maí 2018 17:00
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 2. deild: Sem betur fer fór Jón Vilhelm ekki með
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Páll Sindri skoraði þrennu.
Páll Sindri skoraði þrennu.
Mynd: Kári
Káramenn fagna marki.
Káramenn fagna marki.
Mynd: Sigurður Arnar Sigurðsson
Eftir tap í fyrstu umferð náði Kári frá Akranesi að vinna Huginn 3-1 á útivelli um síðustu helgi. Staðan var 1-1 í lokin en Páll Sindri Einarsson skoraði þá tvívegis, innsiglaði þrennu sína og færði Kára stigin þrjú.

„Frá mínu sjónarhorni áttum við alltaf skilið þessi þrjú stig. Þeir sköpuðu sér lítið sem ekkert í leiknum fyrir utan þetta eina mark sem kom eftir smá klafs í teignum eftir hornspyrnu. Annars var þetta mikill baráttuleikur. Við áttum í smá basli með hart gervigrasið á Fellavelli en náðum upp fínuspili á köflum og sigurinn sanngjarn," segir Páll.

Hann var svo beðinn um að lýsa þrennunni sem hann skoraði.

„Hún var bara nokkuð góð, öll mörkin fyrir utan teig. Fyrsta markið var skot með vinstri sem einhvern veginn endaði upp í vinklinum, ekki spyrja mig hvernig! Annað markið kom eftir aukaspyrnu svolítið utarlega, markvörðurinn hefur haldið að ég ætlaði að gefa inní en ég smeygði honum í nærhornið niðri. Og það þriðja kom einnig eftir aukaspyrnu, á D-boganum. Það var alltaf að fara að enda inni. Sem betur fer fór Jón Vilhelm ekki með í þessa ferð, hann hefði vælt og skælt um að fá að taka þetta!"

Páll er þar að tala um reynsluboltann Jón Vilhelm Ákason sem er gríðarlega vinsæll á Skaganum.

Kári komst upp úr 3. deildinni í fyrra.

„Stemningin í hópnum er gríðarlega góð, ungt og spennandi lið, allt Skagamenn sem elska að spila fótbolta. Skemmtileg blanda af mönnum, allt frá pjökkum með 10 draftaðar Instagram myndir, sem er postað hvern sunnudag kl 19 og upp í Jón Vilhelm, hann elskar ekkert meira en að fá sér 1-18 kalda á kvöldin," segir Páll léttur.

Hversu langt getur liðið náð í 2 deildinni í sumar?

„Það er algjörlega undir okkur komið. Við vitum hversu gott lið við erum með og við gætum unnið öll liðin í þessari deild. Segi bara eins og LárusOrri, byrjum á 25 stigum og vinnum okkur út frá því."

Fimmtudaginn 31. maí mun Kári taka á móti Pepsi-deildarliði Víkings R. í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Það er klárlega tilhlökkun í hópnum, væri gaman að ná að fylla Akraneshöllina og bjóða þeim uppá eitthvern leik,"

Hvað þarf að gerast til að Kári nái óvæntum úrslitum gegn Víkingum?

„Það þyrfti bara allt að ganga upp, það er ekkert öðruvísi. Allir þurfa að vera á sínum degi +1 og örlítið af heppni og þá getur allt gerst, við höfum allavega trú á þessu," segir Páll að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner