Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 16. maí 2018 18:28
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Hólmbert heldur áfram að skora
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Kári Friðjónsson var í byrjunarliði Vålerenga sem lagði Stabæk að velli í norska boltanum í dag. Samúel Kári lék 60 mínútur á miðjunni.

Kristján Flóki Finnbogason og Aron Sigurðarson áttu ekki góðan leik í 4-0 tapi Start gegn Sarpsborg og fengu báðir gult spjald í leiknum.

Emil Pálsson fékk einnig gult spjald, í 5-0 tapi Sandefjord gegn Odd Grenland. Emil var í byrjunarliði Sandefjord en þetta var hans fyrsti leikur í norsku úrvalsdeildinni. Hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabils. Ingvar Jónsson er varamarkvörður Sandefjord og var á bekknum.

Íslendingunum í B-deildinni gekk aðeins betur þar sem Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt sjötta mark fyrir Álasund á upphafi tímabils.

Adam Örn Arnarson var í byrjunarliðinu en fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn og er Álasund á toppi deildarinnar, með 20 stig eftir 8 umferðir.

Orri Sigurður Ómarsson lék 90 mínútur í hjarta varnarinnar hjá Ham-Kam sem tapaði 2-1 í fallbaráttuslag gegn Kongsvinger.

A-deild
Vålerenga 1 - 0 Stabæk
1-0 S. Johnson ('14)

Sarpsborg 4 - 0 Start
1-0 P. Mortensen ('3)
2-0 A. Askar ('31)
3-0 M. Nielsen ('55)
4-0 A. Askar ('80)

Odd Grenland 5 - 0 Sandefjord
1-0 M. Broberg ('25)
2-0 A. Kaasa ('31)
3-0 E. Rashani ('33)
4-0 B. Risa ('74)
5-0 T. Borven ('82)

B-deild
Aalesund 2 - 2 Strommen
0-1 S. Bjorkkjær ('14)
1-1 P. Gueye ('41)
2-1 Hólmbert Aron Friðjónsson ('45)
2-2 E. Sildnes ('50)

Kongsvinger 2 - 1 Ham-Kam
1-0 L. Brotangen ('27, sjálfsmark)
2-0 Marlinho ('77)
2-1 P. Moen ('81)
Athugasemdir
banner
banner