fim 17. maí 2018 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 8. sæti: Everton
Pickford stóð sig vel í markinu hjá Everton.
Pickford stóð sig vel í markinu hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman var rekinn frá Everton í október.
Ronald Koeman var rekinn frá Everton í október.
Mynd: Getty Images
Stóri Sam tók við Everton í nóvember, hann var rekinn frá Everton í gær.
Stóri Sam tók við Everton í nóvember, hann var rekinn frá Everton í gær.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur og lagði upp þrjú.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fjögur og lagði upp þrjú.
Mynd: Getty Images
Rooney skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá Everton.
Rooney skoraði 10 mörk og var markahæstur hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Everton í vetur.

Ronald Koeman styrkti Everton liðið mikið fyrir tímabilið en liðinu gekk hins vegar ekki vel í upphafi tímabils og Koeman var rekinn eftir 2-5 tap fyrir Arsenal í október. Þá var Everton í fallsæti með átta stig eftir fyrstu 9 umferðirnar.

David Unsworth stýrði liðinu þar til Sam Allardyce tók við liðinu í lok nóvember. Gengi Everton skánaði talsvert eftir að Stóri Sam tók við og liðið fór taplaust í gegnum fyrstu sex leiki Allardyce.

Gengi Everton eftir áramótin var ekkert til að hrópa húrra fyrir og liðið endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, liðið vann sex deildarleiki eftir áramótin.

Það var svo staðfest í gær að Sam Allardyce væri búinn að missa starfið sem knattspyrnustjóri Everton. Það er því ljóst að Gylfi Þór og félagar hans í Everton munu vera með nýjan stjóra þegar enska úrvalsdeildin fer aftur á stað í ágúst.

Besti leikmaður Everton á tímabilinu:
Markvörðurinn Jordan Pickford sem kom til Everton fyrir tímabilið lék alla leiki liðsins á tímabilinu og hélt markinu hreinu tíu sinnum, hann fær þennan titil. Everton fékk á sig 58 mörk í vetur.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Wayne Rooney - 10 mörk
Oumar Niasse - 8 mörk
Cenk Tosun - 5 mörk
Dominic Calvert-Lewin - 4 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 4 mörk
Theo Walcott - 3 mörk
Leighton Baines - 2 mörk
Tom Davies - 2 mörk
Idrissa Gueye - 2 mörk
Yannick Bolasie - 1 mark
Ashley Williams - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Dominic Calvert-Lewin - 6 stoðsendingar
Leighton Baines - 3 stoðsendingar
Gylfi Þór Sigurðsson - 3 stoðsendingar
Theo Walcott - 3 stoðsendingar
Cuco Martina - 2 stoðsendingar
Oumar Niasse - 2 stoðsendingar
Wayne Rooney - 2 stoðsendingar
Seamus Coleman - 1 stoðsending
Tom Davies - 1 stoðsending
Idrissa Gueye - 1 stoðsending
Michael Keane - 1 stoðsending
Jonjoe Kenny - 1 stoðsending
Ademola Lookman - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Jordan Pickford - 38 leikir
Tom Davies - 33 leikir
Idrissa Gueye - 33 leikir
Dominic Calvert-Lewin - 32 leikir
Wayne Rooney - 31 leikur
Michael Keane - 30 leikir
Morgan Schneiderlin - 30 leikir
Gylfi Þór Sigurðsson - 27 leikir
Phil Jagielka - 25 leikir
Ashley Williams - 24 leikir
Leighton Baines - 22 leikir
Cuco Martina - 21 leikur
Jonjoe Kenny - 19 leikir
Yannick Bolasie - 16 leikir
Mason Holgate - 15 leikir
Aaron Lennon (Spilar nú með Burnley) - 15 leikir
Cenk Tosun - 14 leikir
Theo Walcott - 14 leikir
Nikola Vlasic - 12 leikir
Seamus Coleman - 12 leikir
Beni Baningime - 8 leikir
Sandro Ramirez - 8 leikir
Ademola Lookman - 7 leikir
Davy Klasseen - 7 leikir
Kevin Mirallas - 5 leikir
James McCarthy - 4 leikir
Ramiro Funes Mori - 4 leikir
Muhamed Besic - 2 leikir
Eliaquim Mangala - 2 leikir

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Everton fékk á sig 58 mörk, það er talsvert meira en í fyrra en liðið fékk þá á sig 44 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Enski markvörðurinn, Jordan Pickford fékk felst stig leikamanna Everton í vetur, hann fékk 145 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Everton á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði Everton 7. sæti fyrir tímabilið, þeir enduðu hins vegar einu sæti neðar, í 8. sæti.

Spáin fyrir enska - 7. sæti: Everton

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Everton á tímabilinu
England: Arsenal keyrði yfir slaka Everton-menn
Koeman rekinn frá Everton (Staðfest)
Stóri Sam nýr stjóri Everton (Staðfest)
Sjáðu markið: Gylfi skoraði - Sláin, stöngin og aftur sláin
England: Gylfi skoraði í fyrsta leik Samma - Stórsigur Liverpool
Stóri Sam í veseni með nafn Gylfa - „Gudni Sigurdsson"
Stóri Sam: Við erum á réttri leið
Stóri Sam: Ég er ekki að senda boltann
Sam Allardyce rekinn frá Everton (Staðfest)

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9. Leicester
10. Newcastle
11. Crystal Palace
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner