Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. maí 2018 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: West Ham vill Benitez
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að West Ham United ætlar að reyna að krækja í Rafa Benitez, stjóra Newcastle, á næstu dögum.

Búið er að reka David Moyes og hefur Benitez nokkrum sinnum kvartað undan aðstæðum við stjórnvölinn hjá Newcastle.

Sky greinir frá því að West Ham ætli að bjóða Benitez að koma yfir til sín, en Benitez neitaði á dögunum að hafa áhuga á að taka aftur við Napoli ef Maurizio Sarri skildi hætta.

Benitez gerði mjög góða hluti með Newcastle undir lok tímabilsins og endaði liðið í 10. sæti með 44 stig eftir 3-0 sigur á Chelsea í lokaumferðinni.

Benitez var nálægt því að taka við West Ham 2015 en endaði á að fara til Real Madrid. Hann og David Sullivan, annar eigandi West Ham, eru á góðum nótum.
Athugasemdir
banner
banner
banner